<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/19270800?origin\x3dhttp://dd-unit.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

Friday, April 24, 2009

Föstudagspóstur: Britney tónleikarnir gagnrýni!

ég verð að koma þessu frá mér... hún var alveg spennó og gaman að sjá hana enda með fullt af lögum og hitturum að baki en ég verð að lýsa vonbrigðum mínum með þessa tónleika að vissu leyti en þeir voru haldnir í hinu risavaxna Staple Center þið sjáið þarna í endann á Hummer limmósínu hversu mega 2007 er það og við erum að tala um svona 9 stk sem við sáum þarna allt kvöldið!



well við misstum af Pussy Cat Dolls sem er svo sem ekki eitthvað sem ég er að harma neitt sérstaklega en Britney var búin að "syngja" í um 20 mín og fyrir vikið missti ég af Circus nýja laginu hennar sem ég var alveg spennt að sjá en whatevs... sviðið var uppbyggt af 3 hringlaga sviðum með götum sem upp úr hoppuðu dansarar, hjól, eldur og alls kyns drasl alla tónleikana - ekkert brjálæðislega nýtt í því - en mér fannst sviðið oft á tíðum heldur tómlegt þrátt fyrir að vera með sirkus þema og hún gerði alls kyns trick eins og að láta saga sig í tvennt og svo komu trúðar og svona en vondu fréttirnar eru að ég hata sirkus og hef alltaf gert... hugsa með hryllingi til gamlársdags þegar ég var krakki og alltaf var fokkin sirkus á RÚV muniði með fólki að labba á kúlum og svona sirkus rusl ... iiewww



einna helst sem mér fannst agalegt var að í miðjum klíðum kom ca 4 mín breik á tónleikunum og niður fór segl utan um aðalsviðið og Virgin Mobile ljósa-auglýsinga-glærum varpað á það og út í salinn líka .... og ég bara.. hmmm product placement much lately?? mjööög spes og allar 9 ára stelpurnar veinuðu og líklega görgðu á foreldra sína að skipta um farsímaþjónustu med det samme! en það var uppselt sem var gaman fyrir hana og miðaverðið var á um 41 dollar og upp í um 1200 fyrir fólk sem vildi sjá upp í opið geðið á henni



og hérna er dæmi um bondage leður-rólu stuðið sem var á dagskrá þarna en þetta er reyndar ekki tónleikarnir sem ég fór á en ef þið horfið vel þá sjáiði að fimleikagaurinn rífur lúku af hári úr kollinum á henni á leiðinni upp... hehahahaha vona að þetta hafi nú verið laust svo að hún hafi ekki meitt sig en já þetta var nett stemmarinn



ég hef farið á 3 tónleika með Justin TImberlake og ég verð að segja að ég hef aldrei séð eins mikið samansafn af atvinnu-gelgjum eins og á Britney- með of mikinn farða - of lítil föt - of tólf ára.... iiiewww þessar voru allar með hárkollur og litlar stelpur trítluðu um í 12 cm hælum og í ca 3% fatnaði að meðaltali ég sem kalla nú ekki allt ömmu mína var alveg nett hneyksló!



nú svo var allt búið og ekki einu sinni uppklapp... bara lið mætt strax upp úr felli-lokunum á sviðinu byrjað að taka til og handa í kassa og hvað eina ... ég verð að segja að Britney var nett eins og með gler á milli sin og áhorfenda en tenging var engin við salinn fannst mér og við ræddum þetta ég og förunautur minn að það er enginn að segja mér að hún kunni ekki að eiga svið en hún stóð ekki sérlega útúr- mér fannst hún nálgast þetta gigg sem verkefni sem hún vildi leysa með hraði og svo eiginlega bara drulla sér heim í smók og cheetos - leitt að segja því hún er ótrúlegur skemmtikraftur, enda geri ég mér grein fyrir því að hún verður seint kölluð söngkona, og geðveikur dansari en allar hreyfingar svona þrír fjórðu ekki eins og af lífi og sál.. eignlega nett eins og á svokallaðri "walk thru- æfingu" annað sem ég var fljótt þreytt á tónleikunum var að allt var über sexý ekkert nema mjaðmahnykkir- dryhömpar-dansarar með gag-ball í munninum a la Pulp Fiction, pískar, kynlífsrólur, leðurhommar, blind-fold fyrir augum nú eða grímur og að sjálfsögðu var hún sjálf aldrei í neinu nema nærfötum eða gagnsæjum samfestingum sem er gott og blessað en target hópurinn er sirka 6-15 ára og veinaði allur í kór við lagið If you seek Amy en það er stöfun á F-U-C-K ME- get it?



en allt sjóið gekk út að nett að apa Erotica videoið hennar Madge eða Girlie show túrinn hennar Madge og lokaútkomman er að Britney er Bónus eða Krónan og Madge er Nóatún... eða eiginlega Wholefoods... því að Madge guð blessi hana hún gefur 30000 % á tónleikum og tengir við fólk... enda það sem hún hefur á Brit er tja... 30 ár í geiranum og grilljón aðrir hlutir sem ég fer ekki að nefna hér enda líklegt að yall vitið upp á hár hvað ég á við

en það var samt gaman og ég er glöð að ég fór

mega luv dd

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Alveg sammála þér með Madonnuna, hún gefur ekkert smá af sér á tónleikum - enda bara simply sú langbesta!
Hefði samt alveg viljað sjá Britney á tónleikum líka.

Kv BJ Madonnufan

10:56 PM  

Post a Comment

<< Home