<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d19270800\x26blogName\x3dI+have+the+right+to+remain+fabulous+y...\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://dd-unit.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://dd-unit.blogspot.com/\x26vt\x3d2568934563310508046', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>

Monday, September 06, 2010

Wayne Rooney og vændiskona??

Ja hérna detta mér allar dauðar lýs úr höfði! Rooney og vændiskona haaa???

Fer þetta ekki að verða svoldið mikið núna það er varla til íþróttamaður þarna úti sem er ekki með strolluna af glyðrumellum á eftir sér!! Halda í alvörunni þessir menn að það fréttist ekki?? Þetta eru engin geimvísindi en reyndar ætla ég að alhæfa all-svakalega og segja að þeir kannski eru ekki beint skörpustu tólin í boxinu blessaðir þó þeir séu góðir með tuðrur og líka góðir með glyðrur þá kannski eru þeir ekki góðir neinu öðru! Góður í fótbolta - lélegur í lífinu!


En vindum okkur í þessa frétt - Jennifer Thompson er 21 árs gömul vændiskona (god her parents must be proud) en hérna er kappinn á leið í æfingarferð til Sviss með landsliðinu en ef þessir menn myndi kannski fókusa jafnmikið á fótbolta og þeir fókusa á glyðrur þá væri kannski enska landsliðið aðeins betra í fótbolta en raun ber vitni!



Coleen eiginkona Rooney en hún er búin að vera með honum í möööörg ár eða frá því þau voru um 16 ára og er þegar búin að fyrirgefa eitt framhjáhald (að við vitum um) með vændiskonu áður en þau giftu sig og eignuðustu son sinn Kai... en þau er núna bæði 24 ára gömul!



Húsið þeirra sem þau byggðu fyrir 4 milljón pund sem er meðal annars skartar brúnku-sprey-klefa... því við vitum öll að það er ekkert sem lýsir fágun og klassa jafnmikið og brúnku-sprey-klefi heima hjá manni. Það er víst ábyggilegt að hvorki húsið né brúnkuklefinn munu faðma þig tilbaka þótt þú sért svona hrikalega rík ef maðurinn þinn er glyðru-eltandi- scumbag!



hvað var það nákvæmlega sem Rooney gerði - jú hann var að hossast á henni Jennifer að minnsta kosti 7 sinnum í einum mánuði þegar Coleen var ólétt... en ég meina hey bara henni að kenna fyrir að vera ólétt og ekki í stuði ekki satt þaggi???* en vindum okkur í dagskráliðinn: "Hver er konan??" Jú förum yfir þessa glæsilegu stúlku - sjáiði hvað brúnkan hennar er djúp og golden!! Mmmmmmmmm þessi heima-klefi Rooney hjónanna á ekkert í þessa gífurlegu brúnku!!



nú hún er hérna önnur frá hægri í "glæsilegu- latex-glyðru-númeri" með glyðruvinkonu sínum sem skelltu sér svona hressar út á lífið - ég held að núna svona á mínum efri árum þá ætti maður kannski að leyfa sér að taka smá glyðru einhvern tímann og fara svona út með vinkonum mínum ég er nánast handviss um að þær myndu flestar vera til í tuskið!



Jóla-glyðra!!



og hérna er hún alveg á endanum hægra megin í svona íþróttasokkum og sporty sexý átfitt.... skemmtilegt nokk...



en stóra spurningin verður hvað mun Coleen gera... konan hans Rooney?? I say take the money and run honey þetta lagast ekki hann hefur þegar gert nákvæmlega þetta áður en þau giftu sig og eignuðust Kai og þau ákváðu að reyna "vinna í því". Coleen sjálf getur nú borið höfuðið hátt en hún hefur sérdeilis halað inn tekjur heldur betur með líkamsræktar myndböndum og dvd-diskum við á dd-unit bíðum spennt eftir því hvað gerist en hún á að vera hjá fjölskyldunni sinni að hugsa málið yfir! En ég meina nánast öll NBA deildin... Ashley Cole og Tiger Woods... þvílíku leppalúðarnir... af hverju eru svona menn sem mega svo sem alveg lúlla hjá þessum blessuðu glyðrumellum eins og þeim sýnist bara af hverju eru þeir þá að gifta sig???? .. ég persónulega væri alveg miður mín að sjá að maðurinn minn væri, þegar á öllu væri á botninn hvolft, sjúkur í kellingar sem líta ekkert út eða eru ekkert eins og ég? Það er ekki eins og að þessar tjellingar séu eitthvað hot - þær eru stereotýpur af sjálfum sér og íþróttamennirnir sömuleiðis ég myndi kannski vera minna miður mín ef þetta væru eitthvað sambærilegar konur og eignkonur þeirra.. ég meina halló Elin Nordegren er gullfalleg!!! Jesús!!


* ef þið eruð ekki að lesa á milli línanna hérna með kaldhæðnina þá er það eitthvað sem þið verðið að eiga við sérfræðinga sem geta aðstoðað ykkur með!

luv dd

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jédúddamía!!!!

2:16 AM  
Anonymous allý said...

úff hún er ógeð þessi mella, las að hún er komin af ríkum olíu forstjóra og það er ekki eins og hana skorti dinero en kannski sjálfstraustið eða bar pínu klassa, allavega skora myndalegri footballer það er ekki eins og Rooney sé sá heitasti in the league. Vona að Coleen hlaupi hratt frá honum !

3:24 PM  
Anonymous Jóhanna S. Hannesdóttir said...

HAHAHA svooo sammála þér með brúnku-sprey-klefana!!

Annars frábært blogg like always. Þessi síða datt því miður út úr blogg-rúntinum mínum þegar ég skipti um tölvu.... en svo var ég eitthvað að googla cougar áðan og lenti á síðunni þinni, vei vei :-)

9:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

AHAHAAHAHAHA!
vá ég hló upphátt-svona tólf sinnum!
þú ert meistari í að orða hlutina rétt og mikið hjartanlega er ég sammála þér!
"glæsilegt-latex-glyðru-númer" er eitthvað sem við þráum allar ekki satt?

kv.
Adda

3:47 PM  

Post a Comment

<< Home